Skilmálar

Almennt
Pöntun er staðfest um leið og greiðsla hefur borist. Kaupandi fær senda staðfestingu í tölvupósti. Heba Store áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaus.

Afhendingarmáti og sendingarkostnaður
Pantanir eru teknar til og afgreiddar eins fljótt og verða má, innan tveggja virkra daga (nema að annað sé tekið fram). Aðeins er hægt að fá vöru senda með Dropp.
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. Gilda afhendingar- ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp varðandi afhendingu á vörum. Gætið þess að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu. Heba Store ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að vera á vöru í flutningi. Hægt er að sækja vörur á afhendingarstaði Dropp. Ef sendingarmáti hentar ekki er í boði að hafa samband við okkur og hægt er að skoða aðra lausn hvað það varðar.
 
Greiðslur
Heba Store býður upp á greiðslu gegn millifærslu eða með debit- og kreditkortum í gegnum greiðslusíðu Borgunar/SaltPay. Greiðslur eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Borgunar.
Ef greitt er með millifærslu fær viðskiptavinur upplýsingar með kennitölu og reikningsnúmeri Apakatta ehf. Pöntun er staðfest um leið og millifærsla hefur gengið í gegn. Ef ekki er greitt innan tveggja sólarhringa telst pöntun ógild. Gott er að staðfesta millifærslu með því að senda kvittun úr heimbanka á apakettir@apakettir.is
 
Millifærsluupplýsingar
Kt: 640322-0200
Rkn: 0133-26-005862

Verð
24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.. Viðskiptavinur er upplýstur um slíkt eins fljótt og hægt er. Vinsamlegast athugið að verð á vörum getur breyst án fyrirvara.
 
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Veittur er 14 daga skilafrestur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar sem fellur til við afhendingu eða vöruskil. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Hebu Store til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 
  
Persónuvernd
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Heba Store deilir ekki persónugreinanlegum gögnum undir neinum kringumstæðum til þriðja aðila.
 
Lög og varnarþing
 
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.  Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
 
Upplýsingar um fyrirtækið
 
Apakettir ehf
Kennitala: 640322-0200
VSK númer: 144309
Netfang: apakettir@apakettir.is